18.8 2009

Vinna í Noregi fyrir Iðnfræðnga

Félaginu barst bréf frá íslenskum Iðnfræðingi í Noregi. Þar er talað um að áhugasömum Iðnfræðingum standi til boða vinna þar ytra. Þeim sem vilja nánari upplýsingar um þessi störf er bent á að senda okkur póst í netfangið ifi@ifi.is

Hér er um að ræða nokkur störf á mismunandi sviðum.

18.8 2009

Til starfa eftir sumarleyfi

Nú er komin tími til að hefja störf á ný eftir sumarfrí. Vonandi hafa allir átt gott sumar og koma ferskir til starfa. Stjórn Iðnfræðingafélagsins biðlar til félagsmanna að vera virkir í vetur, taka þátt í starfi félagsins, koma með hugmyndir og gagnrýni. Það er mikilvægt að stjórnin hafi aðhald frá félagsmönnum og finni fyrir því að menn séu að fylgjast með, það gefur okkur betur til kynna að starfið okkar skiptir máli.

Iðnfræðingar verða að hafa það hugfast að án félagsins væri ekki til lögverndaða starfsheitið “Iðnfræðingur”. Það skiptir okkur því öllu málið að félagið sé starfrækt og að það sé virkt.

Kv. Ágúst Hilmarsson, formaður IFÍ.

27.5 2009

Ársfundur lífeyrissjóðsins Stafa

Á ársfundi lífeyrissjóðsins Stafa, 19.5 2009, var kynnt að niðurstaða ársreikninga gerði það að verkum að skerða þyrfti lífeyri um 6%. Þetta er er fyrsta skerðing í þeim lífeyrissjóðum sem rafiðnaðarmenn hafa staðið að. Fyrst; Lífeyrissjóð rafiðnaðarmanna, sem síðan sameinaðist lífeyrissjóðum matreiðslu og framleiðslumanna í Lífiðn. Sá sjóður sameinaðist svo Samvinnulífeyrissjóðnum í nýjan lífeyrissjóð Stafi.

Réttindi rafiðnaðarmanna í þessum lífeyrissjóðum hafa aldrei verið skert, en hafa aftur á móti verið aukin um 47% aukalega á þessum tíma. Flestir aðrir lífeyrissjóðir hafa orðið að skerða réttindi umtalsvert eða liðlega um 20% fyrir nokkrum árum eins og t.d. hjá Lífeyrissjóð Verzlunarmanna. Auk þessa er ávinnsluréttur og makalífeyrir í Stöfum mun betri en hjá flestum öðrum lífeyrissjóðum.