15.1 2009

Kveðja frá formanni

Gleðilegt ár kæru Iðnfræðingar.

Árið 2010 gengið í garð og ekki seinna vænna að fara aðeins yfir það sem gerðist hjá félaginu á síðasta ári.

Aðalfundur félagsins fór fram þann 26 febrúar á síðasta ári. Þá var kosin ný stjórn og nýr formaður. Starfssemi hafði verið í lágmarki síðustu misseri og einskorðast að mestu við að samþykkja inn nýja iðnfræðinga. Það hafið meira að segja farist fyrir að senda gíróseðla fyrir árin 2008 og 2009 og sjóðir félagsins því tómir.

Fyrstu verk nýju stjórnarinnar voru því að senda út gíróseðla fyrir árið 2009. Félagaskrá var ekki uppfærð og eitthvað vantaði inn af nýjum nöfnum, það var því farið í átak við að skrá inn alla iðnfræðinga sem vitað var um til að skráin yrði sem réttust. Farið var í aðgerðir til að minnka rekstrarkostað félagsins og báru þær aðgerðir þokkalegan árangur. Haldið var áfram samskiptum við Iðnaðarráðuneytið en félagið sér um að samþykkja umsóknir iðnfræðinga. Það hafa þó nokkrir iðnfræðingar bæst í hópinn á árinu 2009 og nú þegar liggja fyrir nokkrar umsóknir sem þarf að yfirfara fljótlega. Samstarf hófst á árinu við HR við yfirferð á iðnfræðinámi þar á bæ. Sú yfirferð mun halda áfram og væntanlega verða stöðug því við viljum fá að vera meðvitaðir um það sem kennt er í iðnfræði. Einnig þarf að tryggja að námið sé í sem mestum takti við það sem er að gerast í atvinnulífinu.

Það má segja að starfsemin hingað til hafi einskorðast mikið við þessi störf. Einnig þurftum við að ná upp einhverjum sjóð áður en ákveðið er að aðhafast eitthvað frekar. Hugmyndir eru uppi um að reyna að taka saman sögu félagsins og búa til kynningarrit um okkur, en það er eitthvað sem verður að gerast í takt við fjárstyrk félagsins.

Vonandi verður árið 2010 gott ár fyrir iðnfræðinga og félagið okkar, en það er undir okkur komið að sjá til þess að svo verði.

Kærar kveðjur

Ágúst Hilmarsson

Formaður Iðnfræðingafélags Íslands