24.11 2010

Nýju mannvirkjalögin

Undanfarið hafa verið haldnir fundir hjá félaginu til að fara yfir nýju mannvirkjalögin sem eru nú til umræðu enn eina ferðina. Félagið hefur sett fram nokkrar athugasemdir við lögin sem snúa að því að auka vægi iðnfræðinga og jafna rétt milli stétta vél, bygginga og rafiðnfræðinga.

Þar sem einn helsti tilgangur félagsins er að verja og sækja réttindi fyrir hönd félagsmanna sinna, þá er okkur skyllt að fylgjast með þessari umræðu og koma fram með athugasemdir og breytingatillögur sem gætu nýst okkar féagsmönnum í framtíðinni.

Það er ekki þar með sagt að við fáum fram allt það sem við óskum eftir og þannig er þetta endalaus barátta við að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Ábendingar um öll réttindamál og kröfur sem menn hafa eru vel þegnar, en allt sem farið er fram á þarf að vera vel rökstutt, annars er engin leið að koma því á framfæri því öllu án góðs rökstuðnings er strax sópað út af borðinu hjá þeim nefndum sem hafa með þessi mál að gera.

Kv. Stjórnin

28.10 2010

Lögverndað starfsheiti

Borið hefur á því að einhverjir séu að nota lögverndað starfsheiti “iðnfræðingur” án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Stjórnin vill benda á að til að hafa rétt á að kalla sig iðnfræðing verða menn að hafa fengið til þess viðeigandi staðfestingu frá Iðnaðarráðuneytinu. Iðnaðarráðuneytið gefur ekki út slík leyfi án þess að ráðfæra sig við Iðnfræðingafélag Íslands.

Ef félagsmenn vita um aðila sem kalla sig iðnfræðinga opinberlega, en grunar að ekki séu tilskilin leyfi þar á bakvið, þá mega þeir endilega senda inn ábendingar um slíkt í póstfangið okkar ifi@ifi.is

Kv. Stjórnin

21.7 2010

Hamingjuóskir

þann 19.júní 2010 var útskrift hjá Háskólanum í Reykjavík. Það voru að venju útskrifaðir nokkrir nýjir Iðnfræðingar.

Stjórn Iðnfræðingafélagsins óskar öllum nýjum Iðnfræðingum til hamingju með árangurinn.

Við viljum líka minna á að ekki má samkvæmt lögum kalla sig Iðnfræðing fyrr en búið er að fá samþykkt frá Iðnaðarráðherra. Við viljum því hvetja alla nýútskrifaða að drífa í því sem fyrst að fara með gögnin sín í Iðnaðarráðuneytið og sækja um að fá að nota lögverndað starfsheiti Iðnfræðingur. Umsókt til að fylla út má nálgast hér.

Á umsóknareyðublaðinu eru líka leiðbeiningar um þau gögn sem þurfa að fylgja með umsókn en til áréttingar þá eru það, frumrit af prófskírteinum/Diplómu eða staðfestljósrit, svo og frumrit eða staðfest ljósrit af sveinsbréfi/meistarabréfi ef sótt er um starfsheitið iðnfræðingur.

Kveðja
Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands.