Nýju mannvirkjalögin

Undanfarið hafa verið haldnir fundir hjá félaginu til að fara yfir nýju mannvirkjalögin sem eru nú til umræðu enn eina ferðina. Félagið hefur sett fram nokkrar athugasemdir við lögin sem snúa að því að auka vægi iðnfræðinga og jafna rétt milli stétta vél, bygginga og rafiðnfræðinga.

Þar sem einn helsti tilgangur félagsins er að verja og sækja réttindi fyrir hönd félagsmanna sinna, þá er okkur skyllt að fylgjast með þessari umræðu og koma fram með athugasemdir og breytingatillögur sem gætu nýst okkar féagsmönnum í framtíðinni.

Það er ekki þar með sagt að við fáum fram allt það sem við óskum eftir og þannig er þetta endalaus barátta við að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Ábendingar um öll réttindamál og kröfur sem menn hafa eru vel þegnar, en allt sem farið er fram á þarf að vera vel rökstutt, annars er engin leið að koma því á framfæri því öllu án góðs rökstuðnings er strax sópað út af borðinu hjá þeim nefndum sem hafa með þessi mál að gera.

Kv. Stjórnin