Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Iðnfræðingafélagsins fór fram í gær, 5.maí 2022.

Fundurinn fór vel fram, þó mæting hefði mátt vera betri.

Meirihluti stjórnar gaf kost á sér til áframhaldandi setu, en einn nýr stjórnar meðlimur kom þó inn í stjórnin í stað Þorsteins Gíslasonar sem hefur gegnt embætti ritara félagsins síðustu árin og ákvað að kominn væri tími á að stíga til hliðar. Félagið þakkar Þorsteini kærlega vel unnin störf, en hann hefur verið í stjórn félagsins í 11 ár og verið áhugasamur um velferð félagsins.

Nýkjörin stjórn lítur því þannig út:

Ágúst Hilmarsson Formaður
Sigurður Örn Árnason Gjaldkeri
Jón Bjarni Guðmundsson Ritari
Baldvin Óli Gunnarsson Meðstjórnandi
Helgi Pálsson Meðstjórnandi

Óskar Ólafsson Varamaður
Aðalsteinn Magnús Friðjónsson Varamaður

Einnig voru kosnir tveir skoðunarmenn á reikninga félagsins og voru þeir

þórarinn Garðarsson
Benedikt Benediktsson

Mig langar að þakka öllum sem tóku þátt í fundinum og þeim sem buðu sig fram við að sinna störfum fyrir félagið.
Mörg verkefni eru framunda hjá okkur og ber þar helst að nefna vinnu við að lagfæra hönnunar réttindi rafiðnfræðinga, en vinna er i gangi við endurskoðun á hönnunar réttindum hjá Mannvirkjastofnun.

Einnig þurfum við að uppfæra heimasíðu félagsins og gera hana virkari.

Rætt hefur verið um að auka samstarf IFÍ og þeirra stéttafélaga sem okkar félagsmenn tilheyra. RSÍ hefur tekið mjög vel í málið fyrir hönd rafmagnsmanna og við gerum ráð fyrir að VM og Byggiðn séu líka tilbúnir í samstarf, en þessar viðræður verða settar á oddinn á næstu misserum.

Ég hvet svo félagssmenn til að láta heyra í sér, viðra sínar skoðanir. Hægt er að senda póst til okkar á netfang félagsins ifi@ifi.is og svo er bara að mæta á aðalfund á næsta ári og sýna stuðing og áhuga. Félagið er til fyrir okkur.

k.v. Ágúst Hilmarsson, Formaður IFÍ.