Lögverndað starfsheiti

Borið hefur á því að einhverjir séu að nota lögverndað starfsheiti “iðnfræðingur” án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Stjórnin vill benda á að til að hafa rétt á að kalla sig iðnfræðing verða menn að hafa fengið til þess viðeigandi staðfestingu frá Iðnaðarráðuneytinu. Iðnaðarráðuneytið gefur ekki út slík leyfi án þess að ráðfæra sig við Iðnfræðingafélag Íslands.

Ef félagsmenn vita um aðila sem kalla sig iðnfræðinga opinberlega, en grunar að ekki séu tilskilin leyfi þar á bakvið, þá mega þeir endilega senda inn ábendingar um slíkt í póstfangið okkar ifi@ifi.is

Kv. Stjórnin