21.10 2009

Fyrirspurnir og upplýsingar

Kæru Iðnfræðingar.

Fyrirspurnum um vinnu, nám og starfsheiti á erlendum tungumálum hefur fjölgað ört. Einnig hafa nokkrir sent inn til okkar upplýsingar um ýmsa tengla með góðum upplýsingum fyrir okkur Iðnfræðinga. Læt hér fylgja nokkra fróðlega.

Byggeteknisk Höyskole Skóli fyrir byggingafólk. Ath. Byggingariðnfræðingu á dönsku er Byggetekninker, en í þessum skóla er boðið upp á meira nám fyrir þá.

Högskolen i Buskerud Háskóli í Noregi þar sem boðið er upp á 2 ára framhaldsnám fyrir Iðnfræðinga sem hafa áhuga á að verða verkfræðingar.

Uddannelses Guiden Danskur vefur um tæknistörf, hvað fólk gerir og hvert starfsheitið er. Þessi tengill hoppar beint inn á starfsheitið byggetekniker, en það má finna ýmilegt um menntun og starfsheiti í danmörku þarna inni, jafnvel launahugmyndir.

Elektroinstallatör Skilgreinining á Rafiðnfræði á norsku Wikipedia.

Ennþá vantar efni, sérstaklega um Véliðnfræðingana. Endilega sendið inn efni ef þið lumið á því. Takk fyrir allir sem þegar hafa sent upplýsingar.

Kv. Stjórnin

12.10 2009

Upplýsingar, erlend starfsheiti

Fyrirspurnum um starfsheiti iðnfræðinga á norsku hefur fjölgað. Af því tilefni er bent á þennan link http://no.wikipedia.org/wiki/Elektroinstallat%C3%B8r en þar er farið yfir hvað rafmagnsiðnfræðingur er á norsku.

Ef menn luma á starfheitum bygginga-, vél- og rafiðnfræðinga á einhverjum erlendum tungumálum þá endilega sendið okkur upplýsingar í póstfangið ifi@ifi.is svo við getum sett það inn á síðuna okkar. Það gæti hjálpað þeim sem þurfa að sækja erlendis eftir vinnu.

Kv. Stjórnin

30.8 2009

Nýjir iðnfræðinemar hefja nám

Helgina 21-23 ágúst hófst kennsla í Iðnfræði við Háskólann í Reykjavík enn einu sinni. Formaður IFÍ hélt smá kynningu á starfssemi félagsins við kynningu nýnema í HR á föstudagsmorgninum. Vonandi hefur einhver af nýnemunum haft gagn af.

Samkvæmt tölum frá HR eru það 55 nýjir iðnfræðinemar sem hefja nám þetta haustið, 30 í Byggingariðnfræði, 11 í Rafiðnfræði og 14 í Véliðnfræði.

Til samanburðar þá byrjuðu 89 nýjir iðnfræðinemar í námi í janúar síðastliðnum, 44 í Byggingariðnfræði, 24 í Rafiðnfræði og 21 í Véliðnfræði.

Heildarfjöldi iðnfræðinema við HR í dag eru svo 214. Þar af 87 í Byggingariðnfræði, 77 í Rafiðnfræði og 50 í Véliðnfræði.

Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands óskar þessum nemendum öllum velfarnaðar í sínu námi og vonast til að sjá sem flesta sækja um lögverndun starfsheitisins “Iðnfræðingur” sem allra fyrst.