Ársfundur lífeyrissjóðsins Stafa

Á ársfundi lífeyrissjóðsins Stafa, 19.5 2009, var kynnt að niðurstaða ársreikninga gerði það að verkum að skerða þyrfti lífeyri um 6%. Þetta er er fyrsta skerðing í þeim lífeyrissjóðum sem rafiðnaðarmenn hafa staðið að. Fyrst; Lífeyrissjóð rafiðnaðarmanna, sem síðan sameinaðist lífeyrissjóðum matreiðslu og framleiðslumanna í Lífiðn. Sá sjóður sameinaðist svo Samvinnulífeyrissjóðnum í nýjan lífeyrissjóð Stafi.

Réttindi rafiðnaðarmanna í þessum lífeyrissjóðum hafa aldrei verið skert, en hafa aftur á móti verið aukin um 47% aukalega á þessum tíma. Flestir aðrir lífeyrissjóðir hafa orðið að skerða réttindi umtalsvert eða liðlega um 20% fyrir nokkrum árum eins og t.d. hjá Lífeyrissjóð Verzlunarmanna. Auk þessa er ávinnsluréttur og makalífeyrir í Stöfum mun betri en hjá flestum öðrum lífeyrissjóðum.