5.3 2015

Aðalfundur IFÍ 2015

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands verður haldinn þann 10. apríl næstkomandi kl 16:00  Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Marel hf í Garðabæ.  Með nýjum fundartíma og nýjum fundarstað vonast stjórnin eftir betri mætingu á aðalfundinn heldur en hefur verið undanfarin ár.

Ef einhverjir hafa áhuga á stjórnarsetu í félaginu, þá eru þeir beðnir um að  tilkynna það á netfangið ifi@ifi.is.  Ef hugmyndir eru um nýtt eða breytt nám í iðnfræðinni, endilega láta okkur í stjórninni vita, eða senda línu á HR með hugmyndum.

Dagskrá aðalfundarins verður kynnt fljótlega.

Stjórnin

20.5 2013

Reglur nr. 453/2013 um leyfi til að kalla sig iðnfræðing

Þann 15. maí 2013 voru birtar reglur um mat á umsóknum um leyfi til að kalla sig iðnfræðing í Stjórnartíðindum. Það þýðir að þær reglur sem IFÍ hefur notað um árabil eru orðnar opinberar og staðfestar af atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Þar eru tekin af öll tvímæli um að iðnfræðin er kennd á háskólastigi.

Sjá vefslóð: http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=a20c8841-ded0-4ec0-a3c6-e582372525e5

 

4.4 2013

Aðalfundur IFÍ verður haldinn þann 23. apríl kl 20 að Engjateigi 9

 

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands verður haldinn  þann 23. apríl kl 20 í verkfræðingahúsinu að Engjateigi 9.

Dagskrá:

1.      Fundur settur, kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði.

3.      Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemina á liðnu ári.

4.      Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.

5.      Félagsgjöld ákveðin.

6.      Lagabreytingar.

7.      Stjórnarkjör

8.      Kosning tveggja skoðurnarmanna reikninga félagsins.

9.      Önnur mál.

5) Lagabreytingar:

Tilgangur:
2. grein
Markmið félagsins er að gæta hagsmuna íslenskra iðnfræðinga, efla samstarf þeirra, stuðla að endurmenntun og kynna félagið út á við.
Starfsheitið „iðnfræðingur“ er lögverndað skv. lögum nr. 8/1996. Félagið veitir iðnaðarráðuneytinu umsagnir um þær umsóknir sem því berast varðandi löggildinu iðnfræðinga á Íslandi. Iðnfræðingafélagið krefur aðila utan félags um umsýslugjald vegna umfjöllunar umsókna þeirra um löggildingu. Umsýslugjaldið er jafnhátt umsýslugjaldi ráðuneytisins á hverjum tíma. Ekki verður fjallað um umsókn fyrr en umsýslugjaldið hefur verið greitt inn á reikning Iðnfræðingafélags Íslands.

Stjórn Iðnfræðingafélagsins leggur til með tilvísan í athugasemdir AON ráðuneytisins að 2. grein laganna hljóði svo:  Markmið félagsins er að gæta hagsmuna íslenskra iðnfræðinga, efla samstarf þeirra, stuðla að endurmenntun og kynna félagið út á við.

Stjórn:
15. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og einum meðstjórnenda. Einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórn.
Formann skal kjósa skriflega til tveggja ára. og er hann ekki kjörgengur við næsta formannskjör. Aðra stjórnarmenn skal kjósa skriflega til tveggja ára í senn og ganga tveir þeirra úr stjórn ár hvert. Hver grein iðnfræðinga skal hafa a.m.k. einn fulltrúa í stjórn, verði því við komið.
Stjórnin skiptir með sér verkum og formaður boðar til stjórnarfunda. Stjórnin skal halda gerðarbók um stjórnarfundi og ákvarðanir stjórnarinnar.
Nemar í Iðnfræði gera haft aukafélaga í stjórn félagsins. Seta hanns á fundum er háð ákvörðun stjórnar.

Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands leggur til að seinni hluti 3. málsgreinar 15. greinar verði verði felld út.

Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands