Menntunarkröfur iðnfræðináms

1.grein
Sá sem óskar leyfis ráðherra til að nota starfsheitið iðnfræðingur skv. lögum nr. 8/1996, snýr sér til Iðnfræðingafélagsins eða Iðnaðarráðuneytisins og aflar sér upplýsinga um kröfur þær, sem IFÍ gerir til menntunar iðnfræðinga.
Væntanlegum umsækjanda skal gert ljóst, að viðkomandi beri sú skylda að veita IFÍ hver þau gögn, sem það telur nauðsynleg til staðfestingar á menntun umsækjanda. Sönnunarbyrði það að lútandi hvílir öll á umsækjanda. Umsækjandi greiðir allan kostnað sem fellur til vegna umsóknar hans.

2.grein
Telji viðkomandi sig uppfylla menntunarkröfur IFÍ til iðnfræðingstitils, fyllir umsækjandi út sérstakt umsóknareyðublað og leggur fram gögn með umsókn sinni. Gögn þessi skulu veita sem gleggstar upplýsingar um þau atriði, sem við eiga sbr. 5.grein hér á eftir. Frekari gagna kann að verða óskað.

3.grein
Stjórn IFÍ tekur til umsagnar allar umsóknir þeirra sem vilja fá að nota starfsheitið iðnfræðingur.

4.grein
Stjórn IFÍ leggur hlutlaust mat á umsóknir þær, sem henni berast. Hafi umsækjandi bein eða óbein samskipti við stjórnarmenn varðandi umsókn sína meðan á afgreiðslu hennar stendur, fyrirgerir umsækjandi hlutleysi stjórnar.

5.grein
Mat stjórnar IFÍ byggist á kröfum félagsins til menntunar umsækjanda.
Stjórnin skal mæla með því við ráðuneyti á umsækjandi fái leyfi ráðherra til að kalla sig iðnfræðing ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:

Lokið er með prófgráðu námi, sem hefur verið stundað í iðnfræði við menntastofnun á háskólastigi, sem stjórn telur færa um að veita fullnægjandi menntun á viðkomandi sérsviði. Prófgráðan skal að námslengd og samsetningu náms uppfylla lágmarkskröfur IFÍ (hver eining svarar til einnar viku í fullu námi):

Eftirtaldir námstitlar teljast uppfylla framangreind skilyrði.

6.grein
Stjórn IFÍ tilkynnir formanni félagsins umsögn sína.

7.grein
Ef umsögn stjórnar er jákvæð og umsækjandi íslenskur ríkisborgari, ber formanni IFÍ að mæla með því við ráðherra, að umsækjandi fái rétt til að nota starfsheitið iðnfræðingur.
Ef umsögn er jákvæð og umsækjandi erlendur ríkisborgari þarf meirihluti stjórnar að formanni meðtöldum að samþykkja inngöngu í félagið
Ef umsögn stjórnar er neikvæð, ber formanni að mæla gegn því, að umsækjandi fái leyfi ráðherra til nota starfsheitið iðnfræðingur, nema í algjörum undantekningartilvikum, eins og ef viðkomandi getur ekki aflað tilskilinna gagna vegna styrjalda eða af stjórnmálalegum ástæðum. Í slíkum tilfellum þarf stjórn að meðtöldum formanni að samþykkja inngöngu samhljóða.

8.grein
Formaður IFÍ tilkynnir umsækjanda og/eða Iðnaðarráðuneyti hvaða afgreiðslu umsóknin hefur hlotið.

9.grein
Reglur þessar hlutu staðfestingu aðalfundar IFÍ þann 21. september 2011.