30.8 2009

Nýjir iðnfræðinemar hefja nám

Helgina 21-23 ágúst hófst kennsla í Iðnfræði við Háskólann í Reykjavík enn einu sinni. Formaður IFÍ hélt smá kynningu á starfssemi félagsins við kynningu nýnema í HR á föstudagsmorgninum. Vonandi hefur einhver af nýnemunum haft gagn af.

Samkvæmt tölum frá HR eru það 55 nýjir iðnfræðinemar sem hefja nám þetta haustið, 30 í Byggingariðnfræði, 11 í Rafiðnfræði og 14 í Véliðnfræði.

Til samanburðar þá byrjuðu 89 nýjir iðnfræðinemar í námi í janúar síðastliðnum, 44 í Byggingariðnfræði, 24 í Rafiðnfræði og 21 í Véliðnfræði.

Heildarfjöldi iðnfræðinema við HR í dag eru svo 214. Þar af 87 í Byggingariðnfræði, 77 í Rafiðnfræði og 50 í Véliðnfræði.

Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands óskar þessum nemendum öllum velfarnaðar í sínu námi og vonast til að sjá sem flesta sækja um lögverndun starfsheitisins “Iðnfræðingur” sem allra fyrst.

18.8 2009

Vinna í Noregi fyrir Iðnfræðnga

Félaginu barst bréf frá íslenskum Iðnfræðingi í Noregi. Þar er talað um að áhugasömum Iðnfræðingum standi til boða vinna þar ytra. Þeim sem vilja nánari upplýsingar um þessi störf er bent á að senda okkur póst í netfangið ifi@ifi.is

Hér er um að ræða nokkur störf á mismunandi sviðum.

18.8 2009

Til starfa eftir sumarleyfi

Nú er komin tími til að hefja störf á ný eftir sumarfrí. Vonandi hafa allir átt gott sumar og koma ferskir til starfa. Stjórn Iðnfræðingafélagsins biðlar til félagsmanna að vera virkir í vetur, taka þátt í starfi félagsins, koma með hugmyndir og gagnrýni. Það er mikilvægt að stjórnin hafi aðhald frá félagsmönnum og finni fyrir því að menn séu að fylgjast með, það gefur okkur betur til kynna að starfið okkar skiptir máli.

Iðnfræðingar verða að hafa það hugfast að án félagsins væri ekki til lögverndaða starfsheitið “Iðnfræðingur”. Það skiptir okkur því öllu málið að félagið sé starfrækt og að það sé virkt.

Kv. Ágúst Hilmarsson, formaður IFÍ.