21.7 2010

Hamingjuóskir

þann 19.júní 2010 var útskrift hjá Háskólanum í Reykjavík. Það voru að venju útskrifaðir nokkrir nýjir Iðnfræðingar.

Stjórn Iðnfræðingafélagsins óskar öllum nýjum Iðnfræðingum til hamingju með árangurinn.

Við viljum líka minna á að ekki má samkvæmt lögum kalla sig Iðnfræðing fyrr en búið er að fá samþykkt frá Iðnaðarráðherra. Við viljum því hvetja alla nýútskrifaða að drífa í því sem fyrst að fara með gögnin sín í Iðnaðarráðuneytið og sækja um að fá að nota lögverndað starfsheiti Iðnfræðingur. Umsókt til að fylla út má nálgast hér.

Á umsóknareyðublaðinu eru líka leiðbeiningar um þau gögn sem þurfa að fylgja með umsókn en til áréttingar þá eru það, frumrit af prófskírteinum/Diplómu eða staðfestljósrit, svo og frumrit eða staðfest ljósrit af sveinsbréfi/meistarabréfi ef sótt er um starfsheitið iðnfræðingur.

Kveðja
Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands.

28.4 2010

Nýtt Póshólf IFÍ

Nýtt pósthólf hefur verið tekið í notkun fyrir félagið.

Pósthólf nr.8409

128 Reykjavík

Allt efni sem senda þarf á félagið mun því þurfa að vera stílað á þetta póstfang.

Einnig minnum við á að hægt er að nota netfang félagsins ifi@ifi.is eins og áður ef koma þarf fyrirspurnum eða skilaboðum á framfæri.

Kv. Stjórnin

31.3 2010

Iðnfræðingur verðlaunaður

Nýverið fékk rafiðnfræðingurinn Bjarni Malmquist verðlaun sem bjartasta vonin, í tengslum við verkefnið Orkubóndinn 2010. Verkefnið er á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Orkustofnunar, ÍSOR, Mannvit, Verkís og iðnaðarráðuneytisins.

Verðlaunin fékk Bjarni fyrir að virkja bæjarlækin á bújörð foreldra sinna að Jaðri í Suðursveit.

Nánar má lesa um verðlaunin hér.

Iðnfræðingafélagið óskar Bjarna til hamingju með árangurinn.