Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands 2012
Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl kl. 20:00 í samkomusal kjallara Verkfræðihússins að Engjategi 9.
Dagskrá:
1. Fundur settur, kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemina á liðnu ári.
3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.
4. Félagsgjöld ákveðin.
5. Stjórnarkjör.
6. Kosning tveggja skoðurnarmanna reikninga félagsins.
7. Lagabreytingar, ef fram koma.
8. Önnur mál.
Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundi stendur.
Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta.
Kveðja, stjórn Iðnfræðingafélags Íslands