5.5 2017

Ný stjórn Iðnfræðingafélags Íslands að loknum aðalfundi

Aðalfundur IFÍ var haldinn miðvikudaginn 3.maí síðastliðinn.

Farið var yfir stöðu félagsins og efnahagsstaða kynnt. Hvoru tveggja er mjög gott og hefur gengið mjög vel að halda utanum rekstur félagsins síðustu misserin.

Gjaldkeri félagsins til síðustu 9 ára, Benedikt Benediktsson rafiðnfræðingur, sagði sig úr embætti og stjórn og þakkar félagið honum vel unnin störf og þjónustu þau 9 ár sem hann hefur gegnt embættinu. Í hans gjaldkeratíð er búið að taka mjög vel til í félagslistum og byggja upp góðan fjárhag hjá félaginu, hvoru tveggja sem er okkur mjög mikilvægt.

Einnig sagði sig úr stjórn Þorkell Arnarsson, véliðnfræðingur, sem setið hefur í stjórn sem varamaður, en vinnuannir og mikil fjarvera vegna þeirra gerir það að verkum að hann getur lítið sinnt stjórnarstörfum. Félagið þakkar honum einnig vel unninn störf.

Á fundinum buðu tveir rafiðnfræðingar sig fram til að taka sæti í stjórninni í stað þeirra sem hættu.

Aðrir stjórnarmeðlimir sitja áfram.
Ný stjór Iðnfræðingafélagsins er þá þannig skipuð:

Ágúst Hilmarsson, Formaður
Sigurður Örn Árnason, Gjaldkeri
Þorsteinn Gíslason, Ritari
Helgi Pálsson, Meðstjórnandi
Baldvin Óli Gunnarsson, Meðstjórnandi
Ásgeir Örn Rúnarsson, Varamaður
Jón Bjarni Guðmundsson, Varamaður

Kærar kveðjur
Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands.

21.4 2017

Aðalfundur IFÍ 2017

Aðalfundur IFÍ mun verða haldinn þann 3.maí næstkomandi kl. 20:00 í húsnæði Marel í Garðabæ.

Dagskrá:

1.      Fundur settur, kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði.

3.      Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemina á liðnu ári.

4.      Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.

5.      Félagsgjöld ákveðin.

7.      Stjórnarkjör

8.      Kosning tveggja skoðurnarmanna reikninga félagsins.

9.      Önnur mál.

Kv. stjórnin.

18.10 2016

Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði.

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010,  verður haldið í nóvember 2016, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið mun hefjast mánudaginn 7. nóvember 2016. kl. 09:00 – 17.00 og standa dagana 7 – 11. nóvember og lýkur með prófi laugardaginn 19. nóvember.

Námskeiðsgjald er 95.000.- kr. og 60.000.- kr. fyrir þá sem sækja námskeiðið til endurmenntunar án prófs.

Upplýsingar og umsóknareyðublað fást hjá IÐUNNI- fræðslusetri, Vatnagörðum 20, Reykjavík eða vefsetrinu www.idan.is.

 Umsóknum skal skilað til IÐUNNAR útfylltum ásamt 1) afriti af prófskírteini umsækjanda, 2) vottorði frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um réttindi til starfsheitis, 3) vottorði/um um 3 ára starfsreynslu, sbr. 1.mgr. 26.gr. laga um mannvirki, eigi síðar en mánudaginn 17.október 2016.

 

Nánari upplýsingar í síma 590 6434.

           Mannvirkjastofnun.

                                                Skúlagötu 21,

 

                                                101 Reykjavík.