23.3 2012

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands 2012

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl kl. 20:00 í samkomusal kjallara Verkfræðihússins að Engjategi 9.

Dagskrá:

1. Fundur settur, kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemina á liðnu ári.

3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.

4. Félagsgjöld ákveðin.

5. Stjórnarkjör.

6. Kosning tveggja skoðurnarmanna reikninga félagsins.

7. Lagabreytingar, ef fram koma.

8. Önnur mál.

 

Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundi stendur.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta.

Kveðja, stjórn Iðnfræðingafélags Íslands

20.11 2011

Tilkynning til hlutaðeigandi

Um næstu áramót 2011/2012 verður tekið upp sérstakt umsýslugjald vegna umfjöllunar utanfélagsmanna um starfsheitið iðnfræðingur.

Það verður jafnhátt umsýslugjaldi ráðuneytisins og fylgir því. Í dag er það 8.300 krónur. Engin breyting verður á umfjöllun skuldlausra félagsmanna.

Kv.Stjórnin

11.9 2011

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 27 september kl 20:00 í samkomusalnum í kjallara Verkfræðihússins að Engjategi 9.

 

Dagskrá:

 

1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemina á liðnu ári.

2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.

3. Félagsgjöld ákveðin.

4. Stjórnarkjör.

5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

6. Lagabreytingar. (Sjá lagabreytingar hér)

7. Önnur mál.

 

Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundi stendur.

Kv. stjórnin