Eftir aðalfund
Aðalfundur Iðnfræðingafélagsins fór fram 24 mars. Fundurinn fór vel fram, en þáttaka hefði mátt vera meiri. Það var þó ánægjulegt að sjá hversu margir véliðnfræðingar létu sjá sig að þessu sinni, en það hefur líklega aldrei gerst áður að véliðnfræðingar séu í meirihluta á aðalfundi Iðnfræðingafélagsins.
Tveir aðilar létu af störfum í stjórn félagsins, Sigurður Ívar Sigurjónsson rafiðnfræðingur og Gunnar Smári Magnússon byggingariðnfræðingur. Við þökkum þeim þeirra störf innan stjórnar.
Nýjir í stjórn komu í þeirra stað Garðar Garðarsson véliðnfræðingur og Örn Sölvi Halldórsson rafiðnfræðingur og bjóðum við þá velkomna til starfa.
Fram kom á fundinum að nú er búið að koma félaginu út úr logndeyðu og fjárþröng fortíðarinnar og að nú er kominn tími til aðgerða til að gera félagið sýnilegra. Ný stjórn mun reyna að vinna að góðum málum fyrir iðnfræðinga. Nýjir aðilar voru fengnir til að vera með í rýnihópi menntamála sem á fyrst og fremst að aðstoða við að eftirlit og rýni á iðnfræði námið í Háskóla Reykjavíkur. Við viljum vera vakandi fyrir breytingum á náminu og þróun þess miðað við þarfir markaðarins.
Annað stórt verkefni sem þessi rýnihópur mun aðstoða stjórnina við er að fara yfir reglur sem þarf að semja, um hvaða nám þarf að klára til að geta sótt um nafnbótina Iðnfræðingur. Þetta eru reglur sem Iðnaðarráðuneytið fer fram á að séu kláraðar á þessu ári til að skilgreina betur hvað liggur á bak við það að vera iðnfræðingur.
Fleiri verkefni liggja svo fyrir á næstu misserum svo sem að fylgjast með breytingum á meistaranámi sem eru í vinnslu hjá Samtökum Iðnaðarins í samvinnu við Menntamálaráðuneytið og Tækniskólann, en við höfum nú þegar setið einn fund með SI útaf þessu máli. Miklu skiptir að við vakandi fyrir þessum breytingum svo ekki verði reynt að ganga á réttindi iðnfræðinga í þessari vinnu.
Ef einhver hefur áhuga á að komast í rýnihóp menntamála þá endilega sendið okkur póst og við munum bæta ykkur á listann.
Kv. stjórnin