Lög félagsins

LÖG IÐNFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS

Heiti:
1. grein
Félagið heitir Iðnfræðingafélag Íslands, skammstarfað IFÍ. Aðsetur þess og varnarþing er í Reykjavík.


Tilgangur:
2. grein
Markmið félagsins er að gæta hagsmuna íslenskra iðnfræðinga, efla samstarf þeirra, stuðla að endurmenntun og kynna félagið út á við. Starfsheitið „iðnfræðingur“ er lögverndað skv. lögum nr. 8/1996. Félagið veitir iðnaðarráðuneytinu umsagnir um þær umsóknir sem því berast varðandi löggildinu iðnfræðinga á Íslandi.


Skilyrði fyrir inngöngu:
3. grein
Rétt til inngöngu í félagið hefur hver sá, sem auk sveinsprófs, hefur lokið prófi í iðnfræði frá bygginga-, rafmagns- eða véladeild á háskólastigi, eða öðrum sambærilegum skóla, sem félagið viðurkennir. Lágmarkseiningafjöldi eru 90 ECTS einingar.


4. grein
Nemar í iðnfræði geta gerst aukafélagar og hafa málfrelsi, áheyrnar- og tillögurétt á félags- og aðalfundum. Nemi í iðnfræði sem er aukafélagi gerist sjálfkrafa fullgildur félagi við útskrift.


5. grein
Öllum nýútskrifuðum iðnfræðingum frá Háskólanum í Reykjavík er boðið að ganga í félagið við útskrift með formlegu bréfi. Með bréfinu fylgir gíróseðill sem við greiðslu virkar sem samþykkt umsókn í félagið. Iðnfræðingar sem útskrifast erlendis skulu senda stjórn félagsins umsókn um inngöngu á þar til gerðum eyðublöðum. Umsóknir annarra skulu lagðar fyrir viðkomandi fagnefnd sem fjallar um þær og skilar áliti um hvort umsækjendur uppfylliskilyrði. Fagnefnd getur vísað umsóknum til stórnar félagsins sem þá úrskurðar um hvort umsækjendur uppfylli skilyrði.


Úrsögn:
6. grein
Óski félagsmaður eftir að segja sig úr félaginu, skal hann senda stjórn félagsins úrsögn sína skriflega.
Sérdeildir:


7. grein
Heimilt er að stofna innan félagsins sérdeildir, sem fjalla um mál hinna ýmsu iðnfræðigreina og hagsmunamál félagsmanna.
Lagaákvæði sérdeilda og breytingar á þeim skulu hljóta samþykki aðalfundar IFÍ skulu halda aðalfundi sína fyrir aðalfund IFÍ og gera þar grein fyrir helstu starfsemi liðsins árs. Sérdeildir skulu hafa sjálfstæðan fjárhag.


8. grein
Sérdeildir, nema kjaradeild, mega ekki koma fram opinberlega án samþykkis stjórnar IFÍ.


Fundir:
9. grein
Fundum í félaginu skal stjórna samkvæmt bókinni Fundarsköp, (útgefin af Erni og Örlygi 1979). Til almennra funda í félaginu skal boða skriflega með tveggja vikna fyrirvara. Telst það nægilegt að auglýsa almenna fundi á heimasíðu félagsins eða senda fundarboð á netfangalista félagsmanna. Auk þess skal auglýsa aðalfund félagsins í fjölmiðlum.


Aðalfundur:
10. grein
Aðalfund félagsins skal halda í febrúar-mars ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.
Dagskrá aðalfundar skal vera svo hljóðandi:
1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemina á liðnu ári.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
3. Félagsgjöld ákveðin.
4. Stjórnarkjör samkvæmt 15. grein þessara laga.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
6. Lagabreytingar, ef fram koma.
7. Önnur mál.


11. grein
Aukaaðalfund skal halda þegar stjórnin telur þurfa, eða 10 félagsmenn krefjast þess skriflega. Boði stjórnin ekki slíkan fund innan viku frá því að henni hefur borist krafan, geta þeir, sem fundar óska, boðað til hans sjálfir.


Ársskýrsla:
12. grein
Félagið skal láta ársskýrslu liggja frammi fyrir aðalfund um störf og fjármál félagsins. Skal hún gerð aðgengileg öllum félagsmönnum að honum loknum á heimasíðu félagsins www.ifi.is.


Félagsgjöld:
13. grein
Félagsgjöld skal ákveða á aðalfundi ár hvert. Gjalddagi félagsgjalda er frá og með aðalfundi og skal greiða þau fyrir 1. júní ár hvert. Þeir sem ekki hafa greitt félagsgjöldin fyrir eindaga, missa atkvæðisrétt sinn, þar til skuldin er greidd. Hafi félagsmaður ekki greitt gjöld sín síðustu 2 ár, er nafn hans fellt út af félagaskrá.


Sjóðir:
14. grein
Kostnaður af rekstri félagsins greiðist úr félagssjóði. Allir sjóðir, aðrir en sjóðir sérdeilda, skulu vera í vörslu stjórnarinnar, og skal hún sjá um að ávaxta þá á tryggan hátt. Um sjóði sérdeilda skulu samdar reglur, og skal fjallað um þær eins og lög félagsins.


Stjórn:
15. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og einum meðstjórnenda. Einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórn.
Formann skal kjósa skriflega til tveggja ára. Aðra stjórnarmenn skal kjósa skriflega til tveggja ára í senn og ganga tveir þeirra úr stjórn ár hvert. Hver grein iðnfræðinga skal hafa a.m.k. einn fulltrúa í stjórn, verði því við komið.
Stjórnin skiptir með sér verkum og formaður boðar til stjórnarfunda. Stjórnin skal halda gerðarbók um stjórnarfundi og ákvarðanir stjórnarinnar.
Nemar í iðnfræði gera haft aukafélaga í stjórn félagsins. Seta hanns á fundum er háð ákvörðun stjórnar.


Réttindi og skyldur félagsmanna:
16. grein
Sérhver félagsmaður er skyldugur að taka kosningu til starfa í félaginu, nema gild forföll hamli að dómi félagsfundar, en getur neitað endurkjöri í jafnlangan tíma og hann hefur gegnt starfi í félaginu.


17. grein
Félagsmenn einir hafa rétt til að kenna sig við félagið og nota skammstöfunina IFÍ með nafni sínu.


Lagabreytingar:
18. grein
Breytingar á lögum þessum má einungis gera á aðalfundi. Til lagabreytinga þarf 2/3 hluta atkvæða. Tillögur til lagabreytinga, sem leggja á fyrir aðalfund, skal kynna félagsmönnum með fundarboði.


19. grein
Félaginu verður því aðeins slitið, að félagsslitin séu samþykkt á sama hátt og gildir um lagabreytingar.


20. grein
Við slit á félaginu skal öllum eignum þess ef einhverjar eru varið til líknarmála og skal stjórn félagsin ákveða hvaða félags eða félaga eignir þess renna til.
Lagabreytingar þessar voru samþykktar samhljóða á aðalfundi Iðnfræðingafélags Íslands þann 23. apríl 2013. Taka þær gildi þegar í stað. Jafnframt voru gömlu lögin felld úr gildi frá sama tíma.
Stjórnin