Upplýsingar

Iðnfræðingar starfa í flestum geirum atvinnulífsins

Iðnfræðingafélag Íslands er fagfélag iðnfræðinga. Félagið er einnig forsenda þess að iðnfræðingsheitið er lögverndað. Til þess að geta kallað sig iðnfræðing, þarf að sækja um starfsheitið til iðnaðarráðuneytisins.  Iðnfræðingar starfa í flestum geirum atvinnulífsins hér á landi. Til að mynda eru iðnfræðingar starfandi hjá eftirtöldum fyrirtækjum í sérfræði- og tæknistörfum: Rio Tinto Alcan, Norðuráli, Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Marel, Reykjavíkurborg, Landsneti, HB Granda, Mannviti, Eflu, VJI og HRV. Þetta er aðeins brot af þeim fyrirtækjum og verkfræði- og ráðgjafastofum sem hafa starfandi iðnfræðinga hjá sér.