28.11 2012

Atvinnulífið vantar verk- og tæknimenntað starfsfólk

 

Það er alveg sama hvar drepið er niður fæti. Allsstaðar kemur fram að skortur er á verk- og tæknimenntuðu fólki. Hvort sem skoðuð eru gögn frá SA, SI eða öðrum aðilum: Það vantar rétta fólkið. Ef slegin eru inn leitarorðin „tæknimenntað fólk“, kemur langur listi.

Í gamalli þingsályktunartillögu frá árinu 1964, ályktar alþingi að fela þáverandi ríkisstjórn að gera nákvæma athugun á þörf atvinnuvega landsins fyrir tækimenntað fólk og áætlun þar sem komi meðal annars fram „þörf atvinnuvega landsins fyrir raunvísindamenn, verkfræðinga, tæknifræðinga og iðnfræðinga á næstu 10 árum“.

http://www.althing.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=2576&lthing=84&dalkur=1964-04-07%2017:37:02

Enn er þjóðfélagið í sömu sporum rúmum 48 árum síðar.  Var eitthvað gert varðandi þessa þingsályktun, sem var samþykkt samhljóða á sínum tíma?

http://www.althing.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=2583&lthing=84&dalkur=1964-05-12%2017:37:16

Hvað er til ráða? SA leggur fram í 44 síðna riti ýmsar uppástungur. Meðal annars að kynna verkmenntun sem raunhæfan kost fyrir grunnskólanemum.

http://www.sa.is/files/Uppf%C3%A6rum%20%C3%8Dsland%20-%20till%C3%B6gur%20SA%2018.4.%202012_402336183.pdf

 

Hvað geta þeir aðilar gert sem þegar eru búnir að taka verknámspróf í hinum ýmsu iðngreinum?

Það er hægt að bæta við menntunina og fara í iðnfræði. Iðnfræðin er stutt hnitmiðað tækninám sem hægt er að bæta við sig án þess að hætta vinnu. Iðnfræðin er kennd í fjarnámi til þess að gera sem flestum kleyft að stunda hana. Hún er kennd í Háskólanum í Reykavík. http://www.ru.is/tvd/idnfraedi-og-byggingafraedi-bsc/

Iðnfræðingar eru í vinnu í hinum ýmsu tæknigreinum og er geysileg breidd í störfum þeirra. Iðnfræðingar vinna við hlið verk- og tæknifræðinga á verkfræðistofum, eru í ýmsum stjórnunarstöðum í iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum. Þeir starfa út um allan heim, td á Indlandi, Kenya, Jamacia og að sjálfsögðu í hinum ýmsu löndum Evrópu og Ameríku.

Hvernig væri að kynna sér nánar iðnfræðina og þá möguleika sem hún býður upp á?

31.10 2012

Kynningarmyndband

Stjórn Iðnfræðingafélagsins ákvað nú í haust að gera stutt kynningarmyndbönd um iðnfræðina. Tökur eru hafnar og var meðal annars myndað í staðarlotu HR í október.

Þar sem atvinnulífið er að kalla eftir tæknifólki, fannst okkur upplagt  að kynna iðnfræðinga og hvað þeir fást við.  Þegar þessi myndbönd verða tilbúin, verður  krækja á þau hér á vefnum.  Um að gera að dreifa krækjunum sem víðast.

 

Stjórnin

10.8 2012

Hamingjuóskir til nýútskrifaðra iðnfræðinga

Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands óskar öllum þeim sem úskrifuðust í síðastliðinn vetur og í sumar innilega til hamingju með árangurinn. Það er ekki sjálfgefið að stunda krefjandi háskólanám með vinnu. Það krefst aga og skipulags. Það útskrifuðust rúmlega 20 nýir iðnfræðingar núna og þið getið verið stolt af árangrinum.

Iðnfræðingar hafa ekki verið áberandi á vinnumarkaði hérlendis. En samt sem áður eru yfir 700 aðilar sem hafa lokið iðnfræðinámi síðan byrjað var að kenna það. Iðnfræðingar dreifast út um allan vinnumarkaðinn. Þeir eru því með puttana á púlsi vinnumarkaðarins hér á landi, ef svo mætti að orði komast. Stjórnin hvetur því alla iðnfræðinga að senda frá sér smáfréttir, hvar þeir eru að starfa og við hvað. Það kæmi líklega sumum á óvart, hve vítt starfssvið iðnfræðinga er í raun og veru. Stjórnin er tilbúin til þess að miðla þeim upplýsingum sem koma, inn á heimasíðuna til að sýna hið breiða starfssvið iðnfræðinga.

Stjórnin