28.3 2013

Senn líður að aðalfundi

 

Nú líður senn að aðalfundi Iðnfræðingafélags Íslands. Þar verður venjubundin dagskrá aðalfundar.  Hann verður haldinn seinnihluta apríl. Nánar auglýst á heimasíðu félagsins og í blöðum þegar nær dregur

Stjórnin hvetur félaga til þess að mæta á aðalfundinn. Jafnframt óskar stjórnin eftir framboðum til stjórnarsetu.

26.2 2013

Kynningarmyndband um Iðnfræði

6.2 2013

Kynning á sviðum iðnfræðinnar

 

Iðnfræðingafélag Íslands hefur, í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, látið gera stutt kynningarmyndbönd um byggingariðnfræði, rafiðnfræði og véliðnfræði. Þar er meðal annars rætt við iðnfræðinga. Þar sést svo ekki verður um villst, iðnfræðinámið er öflugt og hnitmiðað tækninám á háskólastigi. Iðnfræðinámið er fyrir iðnlært fólk, sem hefur starfað að iðn sinni í að minnsta kosti 2 ár á vinnumarkaði. Það hefur því öðlast dýrmæta paktíska reynslu, sem nýtist mjög vel í náminu.

Til þess að skoða myndböndin, þá er hægt að fara á flipann sem er merktur menntamál, velja viðkomandi iðnfræðisvið og smella svo á spilun á myndbandinu.

Stjórn félagsins vonar að myndbönd þessi veiti forvitnum einhverjar upplýsingar um hvað iðnfræðingar eru meðal annars að sýsla eftir nám.