7.5 2019

Heimasíða virkjuð

Sælir iðnfræðingar.

Það hefur verið lítil virkni á heimasíðu IFÍ undanfarið ár. Það er ætlun nýrrar stjórnar að sinna síðunni betur nú í framtíðinni og reyna að birta hér fréttir og upplýsingar af og til, til fræðslu fyrir félagsmenn.

Ný afstaðin aðalfundur félagsins var eins og oft áður, ekki nógu vel sóttur af félagsmönnum. Það virðist sem iðnfræðingar sjái ekki tilgang í því að taka þátt í starfssemi félagsins að neinu leyti.

Það er þó deginum ljósara að ef við virðum námið okkar og starfstitil einhvers, þá verðum við að hafa félag sem virkar og við verðum að sinna því. Forsenda þess að Iðnfræðingur sé og verði lögverndað starfsheiti er að það sé til staðar félag sem sé ráðuneytinu til umsagnar um hverjir megi og hverjir ekki, bera titilinn Iðnfræðingur.

Ef ráðuneytið fær ekki þessa umsögn félagsins þá munu þeir ekki lögvernda starfsheitið og þá má í raun hver sem er kalla sig Iðnfræðing og ekkert gildi verður í menntun okkar eftir það.

Ég hvet alla Iðnfræðinga til að taka þetta til skoðunar og reyna að mynda samstöðu um félagið. Sýna áhuga og mæta allavegana á aðalfundi svo fleiri raddir heyrist í framtíðinni.

kv. Ágúst Hilmarsson, formaður.

7.5 2019

Ný stjórn eftir aðalfund 2019

Aðalfundur Iðnfræðingafélagsins 2019 fór fram þann 2.maí síðastliðinn.

Að þessu sinni var hann haldinn í húsnæði RSÍ að Stórhöfða 31. Mæting félagsmanna var ekki góð frekar en oft áður, en þó náðist að full manna stjórn fyrir komandi misseri.

Það væri þó gaman að fara að sjá meiri áhuga félagsmanna á rekstri félagsins. Fundargerð og stkýrsla stjórnar munu verða settar inn hér á vefin fljótlega.

Ásgeir Örn Rúnarsson, sem setið hefur í stjórn félagsins síðustu fjögur árin gaf ekki kost á sér til frekari setu og þökkum við honum hans störf í þágu félagsins.

Nýr í stjórn var kosin Óskar Ólafsson, rafiðnfræðingur, sem starfar sem viðskiptastjóri hjá Securitas.

Ný stjórn er þannig skipuð:

Ágúst Hilmarsson, Formaður
Sigurður Örn Árnason, Gjaldkeri
Þorsteinn Gíslason, Ritari
Helgi Pálsson, Meðstjórnandi
Baldvin Óli Gunnarsson, Meðstjórnandi
Óskar Ólafsson, Varamaður
Jón Bjarni Guðmundsson, Varamaður

26.2 2013

Kynningarmyndband um Iðnfræði