16.4 2009

Fundur með HR

Föstudaginn 16 apríl hittust nýskipuð fagnefnd iðfræðinga og fulltrúi frá Háskólanum í Reykjarvík, í húsnæði HR á Höfðabakka.

Á fundinum var farið yfir hlutverk fagnefndar sem Iðnfræðingafélagið kom á stofn að beðni HR. Aðal hlutverk nefndarinnar er að rýna kennsluskrá HR í iðnfræði og koma með tillögur um breytingar sé þess þörf.

Ef félagsmenn hafa einhverjar hugmyndir um námið hjá HR þá endilega sendið þær á okkur hjá Iðnfræðingafélaginu ifi@ifi.is og við komum þeim á framfæri við nefndina.

13.3 2009

Að aðalfundi loknum

Aðalfundur Iðnfræðingafélgasins var haldin 26.febrúar síðasliðin. þar tók við ný stjórn sem hefur nú formlega tekið við stjórn félagsins, sjá flipa stjórnarmenn hér til vinstri!

Stefna nýju stórnarinnar mun verða í mótun á næstu vikum og munum við sjá til þess að upplýsingar um það sem er á döfinni verði settar inn á heimasíðuna. Eitt sem þegar hefur verið ákveðið er að halda þessari síðu meira lifandi en gert hefur verið síðustu misseri. Það er verður ávalt vel þegið að fá innsent efni gegnum pósinn okkar ifi@ifi.is eða ábendingar um áhugavert efni sem mönnum finnst eiga heima á síðunni.

Stjórnin

3.3 2009

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands 2009

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands var haldin 26.feb síðastliðin. Þar var kosin ný stjórn félagsins.

 

Nýju stjórnina skipa:

Ágúst Hilmarsson – Formaður

Evert Jensson – Varaformaður

Benedikt Benediktsson – Gjaldkeri

Gunnar Smári Magnússon – Ritari

Jóhann Samsonarson – Meðstjórnandi

Kristinn Samsonarson – Meðstjórnandi

Sigurður Ívar Sigurjónsson – Meðstjórnandi.