Véliðnfræði

Véliðnfræði er þriggja anna diplomanám (sex annir í fjarnámi).

Aðalnámsgreinar í véliðnfræði eru tölvuteikning og hönnun,véltæknilegar greinar ásamt rekstri og stjórnun fyrirtækja. Þá er lögð áhersla á umhverfisfræði, endurvinnslu, verkefnavinnu í raunumhverfi, notkun tölvuforrita við hönnun og herma.
Starfssvið véliðnfræðinga er fjölbreyttur og má t.d. nefna teikni- og verkfræðistofustörf, verktakastarfsemi, rekstur og stjórnun smærri fyrirtækja, eftirlit með framkvæmdum, tryggingamat og umsjón með uppsetningu vélbúnaðar.

Til að öðlast starfsheitið véliðnfræðingur þarf nemandi að hafa sveinspróf í einhverri málmiðnaðargrein og veitir það honum jafnframt rétt til meistaraprófs í þeirri iðngrein.
Inntökuskilyrði í iðnfræði:

Kröfur um bóklegan undirbúning, umfram bóklegt nám til sveinsprófs, eru 12 einingar í tungumálum (ísl, ens, dan) og 12 einingar í raungreinum (stæ, eðl, efn).  Sérstakt hnitmiðað undirbúningsnám er í boði í fjarnámi við HR (stærðfræðigrunnur, raungreinagrunnur og tungumálagrunnur I og II / enska og íslenska) og er það aðgengilegasta leiðin fyrir flesta til að ljúka undirbúningsnámi samhliða iðnfræði.

Þeir sem hafa lokið meistaranámi í iðngrein eða stúdentsprófi uppfylla kröfur um bóklegan undirbúning og geta hafið nám í iðnfræði án frekari undirbúnings.

Sjá nánar heimasíðu HR