Rafiðnfræði

Rafiðnfræði er þriggja anna diplomanám (sex annir í fjarnámi).

Námið er mjög fagtengt og gefst nemendum kostur á að bæta verulega við þekkingu sína og færni á viðkomandi fagsviði. Því lýkur með lokaverkefni þar sem nemendur sýna fram á verk- og faglega hæfni við tæknilegar úrlausnir í hönnun og þróun .
Starfssvið rafiðnfræðinga er fjölbreytt. Þeir starfa við hlið verk- og tæknifræðinga á verkfræðistofum, sem stjórnendur stærri og minni verka þar sem fagþekking er nauðsynleg, við eftirlitsstörf, kennslu, sjálfstæðan atvinnurekstur o.fl.

Inntökuskilyrði í iðnfræði:

Kröfur um bóklegan undirbúning, umfram bóklegt nám til sveinsprófs, eru 12 einingar í tungumálum (ísl, ens, dan) og 12 einingar í raungreinum (stæ, eðl, efn).  Sérstakt hnitmiðað undirbúningsnám er í boði í fjarnámi við HR (stærðfræðigrunnur, raungreinagrunnur og tungumálagrunnur I og II / enska og íslenska) og er það aðgengilegasta leiðin fyrir flesta til að ljúka undirbúningsnámi samhliða iðnfræði.

Þeir sem hafa lokið meistaranámi í iðngrein eða stúdentsprófi uppfylla kröfur um bóklegan undirbúning og geta hafið nám í iðnfræði án frekari undirbúnings.

Sjá nánar heimasíðu HR