Byggingariðnfræði

Byggingariðnfræði er þriggja anna diploma nám (sex annir fjarnám).

Helstu námsgreinar eru tölvuhönnun, rekstur og stjórnun fyrirtækja, byggingartæknilegar greinar, hönnunargreinar og byggðamælingar.
Lokaverkefni vinna nemendur í hópvinnu á síðustu önn námsins. Þar setja nemendur fram hagkvæmustu og bestu tæknilegu lausn á hönnunarverkefni, ásamt framkvæmdaáætlun. Til þess að útskrifast sem byggingariðnfræðingur þarf að hafa lokið sveinsprófi í viðeigandi iðngrein og veitir byggingariðnfræðin þá rétt til meistarabréfs.
Starfsvið byggingariðnfræðinga er mjög fjölbreytilegt en einkum vinna þeir við stjórnun og rekstur byggingarframkvæmda, verktakastarfsemi, áætlanagerð, byggingarfræðilega hönnun, eftirlit með framkvæmdum, mælingar, ráðgjöf, sölumennsku og kennslu.

Inntökuskilyrði í iðnfræði:

Kröfur um bóklegan undirbúning, umfram bóklegt nám til sveinsprófs, eru 12 einingar í tungumálum (ísl, ens, dan) og 12 einingar í raungreinum (stæ, eðl, efn).  Sérstakt hnitmiðað undirbúningsnám er í boði í fjarnámi við HR (stærðfræðigrunnur, raungreinagrunnur og tungumálagrunnur I og II / enska og íslenska) og er það aðgengilegasta leiðin fyrir flesta til að ljúka undirbúningsnámi samhliða iðnfræði.

Þeir sem hafa lokið meistaranámi í iðngrein eða stúdentsprófi uppfylla kröfur um bóklegan undirbúning og geta hafið nám í iðnfræði án frekari undirbúnings.

Sjá nánar heimasíðu HR