10.8 2012

Hamingjuóskir til nýútskrifaðra iðnfræðinga

Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands óskar öllum þeim sem úskrifuðust í síðastliðinn vetur og í sumar innilega til hamingju með árangurinn. Það er ekki sjálfgefið að stunda krefjandi háskólanám með vinnu. Það krefst aga og skipulags. Það útskrifuðust rúmlega 20 nýir iðnfræðingar núna og þið getið verið stolt af árangrinum.

Iðnfræðingar hafa ekki verið áberandi á vinnumarkaði hérlendis. En samt sem áður eru yfir 700 aðilar sem hafa lokið iðnfræðinámi síðan byrjað var að kenna það. Iðnfræðingar dreifast út um allan vinnumarkaðinn. Þeir eru því með puttana á púlsi vinnumarkaðarins hér á landi, ef svo mætti að orði komast. Stjórnin hvetur því alla iðnfræðinga að senda frá sér smáfréttir, hvar þeir eru að starfa og við hvað. Það kæmi líklega sumum á óvart, hve vítt starfssvið iðnfræðinga er í raun og veru. Stjórnin er tilbúin til þess að miðla þeim upplýsingum sem koma, inn á heimasíðuna til að sýna hið breiða starfssvið iðnfræðinga.

Stjórnin

24.4 2012

Ný heimasíða

Núverandi stjórn Iðnfræðingafélagsins ákvað að láta uppfæra heimasíðu félagsins. Núverandi heimasíða félagsins er orðin gömul og mjög þung í vinnslu og snúið fyrir aðra en tölvumenn að setja inn fréttir og tilkynningar.

Til að auðvelda stjórninni að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri við félagsmenn var ákveðið að láta hanna nýja síðu og er hún á góðri leið með að verða fullmótuð. Nýja síðan verður opin öllum en einnig með lokuðu svæði fyrir félagsmenn.

Ef félagsmenn óska eftir að komast á innri vefinn, þarf að senda póst um þá ósk á ifi@ifi.is. Þar þarf að koma fram nafn, kennitala og netfang. Netfangið verður síðan nýtt sem notendanafn og lykilorð sent til baka í staðfestingarpósti.

Það er von okkar að þessi nýja síða verði til þess að mun meira líf verði á heimasíðunni. Stjórnarmenn verða allir með netföng sín tengd síðunni, það er að segja gardar@ifi.is og svo framvegis, sem ætti að auðvelda félagsmönnum aðgang að stjórnarmönnum. Það er því sönn ánægja að geta opnað nýju heimasíðuna núna í tilefni aðalfundar félagsins 2012. Síðan verður svo slípuð til á næstunni. Best er að sjá hana í gangi og sníða hana betur til.

Stjórnin

23.3 2012

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands 2012

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl kl. 20:00 í samkomusal kjallara Verkfræðihússins að Engjategi 9.

Dagskrá:

1. Fundur settur, kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemina á liðnu ári.

3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.

4. Félagsgjöld ákveðin.

5. Stjórnarkjör.

6. Kosning tveggja skoðurnarmanna reikninga félagsins.

7. Lagabreytingar, ef fram koma.

8. Önnur mál.

 

Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundi stendur.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta.

Kveðja, stjórn Iðnfræðingafélags Íslands