6.2 2013

Kynning á sviðum iðnfræðinnar

 

Iðnfræðingafélag Íslands hefur, í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, látið gera stutt kynningarmyndbönd um byggingariðnfræði, rafiðnfræði og véliðnfræði. Þar er meðal annars rætt við iðnfræðinga. Þar sést svo ekki verður um villst, iðnfræðinámið er öflugt og hnitmiðað tækninám á háskólastigi. Iðnfræðinámið er fyrir iðnlært fólk, sem hefur starfað að iðn sinni í að minnsta kosti 2 ár á vinnumarkaði. Það hefur því öðlast dýrmæta paktíska reynslu, sem nýtist mjög vel í náminu.

Til þess að skoða myndböndin, þá er hægt að fara á flipann sem er merktur menntamál, velja viðkomandi iðnfræðisvið og smella svo á spilun á myndbandinu.

Stjórn félagsins vonar að myndbönd þessi veiti forvitnum einhverjar upplýsingar um hvað iðnfræðingar eru meðal annars að sýsla eftir nám.

28.11 2012

Atvinnulífið vantar verk- og tæknimenntað starfsfólk

 

Það er alveg sama hvar drepið er niður fæti. Allsstaðar kemur fram að skortur er á verk- og tæknimenntuðu fólki. Hvort sem skoðuð eru gögn frá SA, SI eða öðrum aðilum: Það vantar rétta fólkið. Ef slegin eru inn leitarorðin „tæknimenntað fólk“, kemur langur listi.

Í gamalli þingsályktunartillögu frá árinu 1964, ályktar alþingi að fela þáverandi ríkisstjórn að gera nákvæma athugun á þörf atvinnuvega landsins fyrir tækimenntað fólk og áætlun þar sem komi meðal annars fram „þörf atvinnuvega landsins fyrir raunvísindamenn, verkfræðinga, tæknifræðinga og iðnfræðinga á næstu 10 árum“.

http://www.althing.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=2576&lthing=84&dalkur=1964-04-07%2017:37:02

Enn er þjóðfélagið í sömu sporum rúmum 48 árum síðar.  Var eitthvað gert varðandi þessa þingsályktun, sem var samþykkt samhljóða á sínum tíma?

http://www.althing.is/altext/gomulraeda.php4?rnr=2583&lthing=84&dalkur=1964-05-12%2017:37:16

Hvað er til ráða? SA leggur fram í 44 síðna riti ýmsar uppástungur. Meðal annars að kynna verkmenntun sem raunhæfan kost fyrir grunnskólanemum.

http://www.sa.is/files/Uppf%C3%A6rum%20%C3%8Dsland%20-%20till%C3%B6gur%20SA%2018.4.%202012_402336183.pdf

 

Hvað geta þeir aðilar gert sem þegar eru búnir að taka verknámspróf í hinum ýmsu iðngreinum?

Það er hægt að bæta við menntunina og fara í iðnfræði. Iðnfræðin er stutt hnitmiðað tækninám sem hægt er að bæta við sig án þess að hætta vinnu. Iðnfræðin er kennd í fjarnámi til þess að gera sem flestum kleyft að stunda hana. Hún er kennd í Háskólanum í Reykavík. http://www.ru.is/tvd/idnfraedi-og-byggingafraedi-bsc/

Iðnfræðingar eru í vinnu í hinum ýmsu tæknigreinum og er geysileg breidd í störfum þeirra. Iðnfræðingar vinna við hlið verk- og tæknifræðinga á verkfræðistofum, eru í ýmsum stjórnunarstöðum í iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum. Þeir starfa út um allan heim, td á Indlandi, Kenya, Jamacia og að sjálfsögðu í hinum ýmsu löndum Evrópu og Ameríku.

Hvernig væri að kynna sér nánar iðnfræðina og þá möguleika sem hún býður upp á?

31.10 2012

Kynningarmyndband

Stjórn Iðnfræðingafélagsins ákvað nú í haust að gera stutt kynningarmyndbönd um iðnfræðina. Tökur eru hafnar og var meðal annars myndað í staðarlotu HR í október.

Þar sem atvinnulífið er að kalla eftir tæknifólki, fannst okkur upplagt  að kynna iðnfræðinga og hvað þeir fást við.  Þegar þessi myndbönd verða tilbúin, verður  krækja á þau hér á vefnum.  Um að gera að dreifa krækjunum sem víðast.

 

Stjórnin