20.5 2013

Reglur nr. 453/2013 um leyfi til að kalla sig iðnfræðing

Þann 15. maí 2013 voru birtar reglur um mat á umsóknum um leyfi til að kalla sig iðnfræðing í Stjórnartíðindum. Það þýðir að þær reglur sem IFÍ hefur notað um árabil eru orðnar opinberar og staðfestar af atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Þar eru tekin af öll tvímæli um að iðnfræðin er kennd á háskólastigi.

Sjá vefslóð: http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=a20c8841-ded0-4ec0-a3c6-e582372525e5

 

4.4 2013

Aðalfundur IFÍ verður haldinn þann 23. apríl kl 20 að Engjateigi 9

 

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands verður haldinn  þann 23. apríl kl 20 í verkfræðingahúsinu að Engjateigi 9.

Dagskrá:

1.      Fundur settur, kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði.

3.      Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemina á liðnu ári.

4.      Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.

5.      Félagsgjöld ákveðin.

6.      Lagabreytingar.

7.      Stjórnarkjör

8.      Kosning tveggja skoðurnarmanna reikninga félagsins.

9.      Önnur mál.

5) Lagabreytingar:

Tilgangur:
2. grein
Markmið félagsins er að gæta hagsmuna íslenskra iðnfræðinga, efla samstarf þeirra, stuðla að endurmenntun og kynna félagið út á við.
Starfsheitið „iðnfræðingur“ er lögverndað skv. lögum nr. 8/1996. Félagið veitir iðnaðarráðuneytinu umsagnir um þær umsóknir sem því berast varðandi löggildinu iðnfræðinga á Íslandi. Iðnfræðingafélagið krefur aðila utan félags um umsýslugjald vegna umfjöllunar umsókna þeirra um löggildingu. Umsýslugjaldið er jafnhátt umsýslugjaldi ráðuneytisins á hverjum tíma. Ekki verður fjallað um umsókn fyrr en umsýslugjaldið hefur verið greitt inn á reikning Iðnfræðingafélags Íslands.

Stjórn Iðnfræðingafélagsins leggur til með tilvísan í athugasemdir AON ráðuneytisins að 2. grein laganna hljóði svo:  Markmið félagsins er að gæta hagsmuna íslenskra iðnfræðinga, efla samstarf þeirra, stuðla að endurmenntun og kynna félagið út á við.

Stjórn:
15. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og einum meðstjórnenda. Einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórn.
Formann skal kjósa skriflega til tveggja ára. og er hann ekki kjörgengur við næsta formannskjör. Aðra stjórnarmenn skal kjósa skriflega til tveggja ára í senn og ganga tveir þeirra úr stjórn ár hvert. Hver grein iðnfræðinga skal hafa a.m.k. einn fulltrúa í stjórn, verði því við komið.
Stjórnin skiptir með sér verkum og formaður boðar til stjórnarfunda. Stjórnin skal halda gerðarbók um stjórnarfundi og ákvarðanir stjórnarinnar.
Nemar í Iðnfræði gera haft aukafélaga í stjórn félagsins. Seta hanns á fundum er háð ákvörðun stjórnar.

Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands leggur til að seinni hluti 3. málsgreinar 15. greinar verði verði felld út.

Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands

28.3 2013

Senn líður að aðalfundi

 

Nú líður senn að aðalfundi Iðnfræðingafélags Íslands. Þar verður venjubundin dagskrá aðalfundar.  Hann verður haldinn seinnihluta apríl. Nánar auglýst á heimasíðu félagsins og í blöðum þegar nær dregur

Stjórnin hvetur félaga til þess að mæta á aðalfundinn. Jafnframt óskar stjórnin eftir framboðum til stjórnarsetu.