14.9 2016

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010,  verður haldið í nóvember 2016, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið mun hefjast mánudaginn 7. nóvember 2016. kl. 09:00 – 17.00 og standa dagana 7 – 11. nóvember og lýkur með prófi laugardaginn 19. nóvember.

Námskeiðsgjald er 95.000.- kr. og 60.000.- kr. fyrir þá sem sækja námskeiðið til endurmenntunar án prófs.

Upplýsingar og umsóknareyðublað fást hjá IÐUNNI- fræðslusetri, Vatnagörðum 20, Reykjavík eða vefsetrinu www.idan.is.

 Umsóknum skal skilað til IÐUNNAR útfylltum ásamt 1) afriti af prófskírteini umsækjanda, 2) vottorði frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um réttindi til starfsheitis, 3) vottorði/um um 3 ára starfsreynslu, sbr. 1.mgr. 26.gr. laga um mannvirkieigi síðar en mánudaginn 17.október 2016.

 

Nánari upplýsingar í síma 590 6434

8.6 2016

Ný stjórn Iðnfræðingafélags Íslands

Aðalfundur IFÍ var haldinn á Ölstofu Hafnarfjarðar 22. april 2016.

Garðar Garðarsson sem gegnt hefur formennsku í félaginu óskaði eftir því að fara úr stjórn, en hann hefur gegnt embættinu frá 2011. Við þökkum Garðari vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.

Ný stjórn var kjörin á fundinum og er eftirfarandi:

Ágúst Hilmarsson, formaður
Benedikt Benediktsson, gjaldkeri
Þorsteinn Gíslason, ritari
Sigurður Örn Árnason, meðstjórnandi
Jón Bjarni Guðmundsson, meðstjórnandi
Þorkell Arnarsson, varamaður
Ásgeir Örn Rúnarsson, varamaður

Kærar kveðjur til Iðnfræðinga
Stjórnin.

24.2 2016

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands verður haldinn þann 22. apríl kl 18:00 á Ölstofu Hafnarfjarðar, Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði

 

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands verður haldinn  þann 22. apríl 2016, á Ölstofu Hafnarfjarðar, Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði kl. 18:00

Boðið verður upp á léttar veitingar á og eftir fundinn.

Dagskrá:

1.      Fundur settur, kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði.

3.      Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemina á liðnu ári.

4.      Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.

5.      Félagsgjöld ákveðin.

7.      Stjórnarkjör

8.      Kosning tveggja skoðurnarmanna reikninga félagsins.

9.      Önnur mál.