Framhaldsnám Háskóli Íslands

IFÍ vill vekja athygli á nýju framhaldsnámi í tækninámi hjá Háskóla Íslands. Hér hefur opnast möguleiki á því fyrir áhugasama Iðnfræðinga að mennta sig áfram til tæknifræðings ef sá áhugi er til staðar eftir Iðnfræði námið.

Nánari umfjöllun um námið má sjá hér http://fag.hi.is/

Inntökuskilyrði

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf.

Umsækjendur sem stundað hafa nám á framhaldsskólastigi geta öðlast rétt til undanþágu frá framangreindum skilyrðum með því að þreyta stöðumat. Við mat á undanþágu er jafnframt tekið mið af starfsreynslu úr atvinnulífinu.

Umsækjendur sem uppfylla skilyrði um undanþágu þurfa að:

Sitja undirbúningsáfanga í stærðfræði á haustmisseri fyrsta árs með viðunandi árangri.

Umsóknarfrestur í námið er til 31. júlí 2019.

Umsóknir í námið þarf að senda með tölvupósti á Kristínu Jónasdóttur kris@hi.is og forstöðumann Karl Sölva Guðmundsson karlsg@hi.is

Sumar kveðjur

Ágúst Hilmarsson