Ný stjórn Iðnfræðingafélags Íslands að loknum aðalfundi

Aðalfundur IFÍ var haldinn miðvikudaginn 3.maí síðastliðinn.

Farið var yfir stöðu félagsins og efnahagsstaða kynnt. Hvoru tveggja er mjög gott og hefur gengið mjög vel að halda utanum rekstur félagsins síðustu misserin.

Gjaldkeri félagsins til síðustu 9 ára, Benedikt Benediktsson rafiðnfræðingur, sagði sig úr embætti og stjórn og þakkar félagið honum vel unnin störf og þjónustu þau 9 ár sem hann hefur gegnt embættinu. Í hans gjaldkeratíð er búið að taka mjög vel til í félagslistum og byggja upp góðan fjárhag hjá félaginu, hvoru tveggja sem er okkur mjög mikilvægt.

Einnig sagði sig úr stjórn Þorkell Arnarsson, véliðnfræðingur, sem setið hefur í stjórn sem varamaður, en vinnuannir og mikil fjarvera vegna þeirra gerir það að verkum að hann getur lítið sinnt stjórnarstörfum. Félagið þakkar honum einnig vel unninn störf.

Á fundinum buðu tveir rafiðnfræðingar sig fram til að taka sæti í stjórninni í stað þeirra sem hættu.

Aðrir stjórnarmeðlimir sitja áfram.
Ný stjór Iðnfræðingafélagsins er þá þannig skipuð:

Ágúst Hilmarsson, Formaður
Sigurður Örn Árnason, Gjaldkeri
Þorsteinn Gíslason, Ritari
Helgi Pálsson, Meðstjórnandi
Baldvin Óli Gunnarsson, Meðstjórnandi
Ásgeir Örn Rúnarsson, Varamaður
Jón Bjarni Guðmundsson, Varamaður

Kærar kveðjur
Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands.