Fjölbreytt diplomanám í fjarkennslu

Í tækni- og verkfræðideild er boðið upp á iðnfræði sem er hagnýtt 45 eininga nám á háskólastigi, með það að markmiði að styrkja stöðu nemenda á vinnumarkaði og gera þá hæfari til að takast á við fleiri og fjölbreyttari störf. Iðnfræði er eingöngu kennd í fjarnámi og er gert ráð fyrir að námið taki þrjú ár samhliða vinnu. Með fullu námi má ljúka iðnfræði á einu og hálfu ári. Víða á landsbyggðinni fá nemendur aðstöðu til hópvinnu í starfsstöðvum, en á höfuðborgarsvæðinu býðst nemendum vinnuaðstaða í skólanum. Skilyrði fyrir inngöngu er iðnmenntun að viðbættri einni önn á frumgreinasviði HR eða sambærilegur undirbúningur.

sjá nánar vef HR http://www.ru.is/?PageID=82