Hamingjuóskir

þann 19.júní 2010 var útskrift hjá Háskólanum í Reykjavík. Það voru að venju útskrifaðir nokkrir nýjir Iðnfræðingar.

Stjórn Iðnfræðingafélagsins óskar öllum nýjum Iðnfræðingum til hamingju með árangurinn.

Við viljum líka minna á að ekki má samkvæmt lögum kalla sig Iðnfræðing fyrr en búið er að fá samþykkt frá Iðnaðarráðherra. Við viljum því hvetja alla nýútskrifaða að drífa í því sem fyrst að fara með gögnin sín í Iðnaðarráðuneytið og sækja um að fá að nota lögverndað starfsheiti Iðnfræðingur. Umsókt til að fylla út má nálgast hér.

Á umsóknareyðublaðinu eru líka leiðbeiningar um þau gögn sem þurfa að fylgja með umsókn en til áréttingar þá eru það, frumrit af prófskírteinum/Diplómu eða staðfestljósrit, svo og frumrit eða staðfest ljósrit af sveinsbréfi/meistarabréfi ef sótt er um starfsheitið iðnfræðingur.

Kveðja
Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands.